Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 12:48 Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira