Seðlabankastjóri segir peningamálastefnuna gagnast vel í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 14:56 Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson. Íslenska krónan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson.
Íslenska krónan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira