Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi á miðvikudaginn í næstu viku. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:57
Spá óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. Viðskipti innlent 14.5.2025 12:35
Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. Innlent 14.5.2025 09:27
Krónan styrkist hratt eftir að lífeyrissjóðir og spákaupmenn drógu sig í hlé Innherji 26.3.2025 17:17
Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 8 prósent niður í 7,75 prósent. Viðskipti innlent 19. mars 2025 09:01
Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,0 prósent í 7,75 prósent. Viðskipti innlent 19. mars 2025 08:31
Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Nefndin kemur saman og kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Viðskipti innlent 13. mars 2025 11:20
Yfir fimmtíu milljarða evrugreiðsla ætti að létta á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði. Innherji 12. mars 2025 12:47
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Viðskipti innlent 12. mars 2025 10:36
Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11. mars 2025 08:24
Óvænt gengisstyrking þegar lífeyrissjóðir fóru að draga úr gjaldeyriskaupum Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða. Innherji 26. febrúar 2025 18:18
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 5. febrúar 2025 08:30
Verðbólga mjakast niður á við Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent. Viðskipti innlent 30. janúar 2025 09:25
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Neytendur 29. janúar 2025 12:07
Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Viðskipti innlent 29. janúar 2025 10:32
Hátt raungengi að nálgast „þolmörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum. Innherji 21. janúar 2025 11:50
Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. Viðskipti innlent 20. janúar 2025 11:02
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Í september 2003 greiddi sænska þjóðin atkvæði um það hvort hún vildi halda sænsku krónunni eða taka upp evruna. Mikill meirihluti, 55,9 prósent, vildi halda krónunni. Skoðun 15. janúar 2025 17:02
Biðstaða á gjaldeyrismarkaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hluthafa Marel Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur. Innherji 8. janúar 2025 15:34
Verulega dregur úr stöðutöku fjárfesta með krónunni eftir mikla gengisstyrkingu Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra. Innherji 23. desember 2024 11:37
Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Innlent 21. desember 2024 16:44
Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent á milli mánaða í desember en verðbólga mæld á ársgrundvelli stendur í stað samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Reiknuð húsaleiga hækkaði um hálft prósent og flugfargjöld til útlanda um átta prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 19. desember 2024 09:10
Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3. desember 2024 17:20
Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Viðskipti innlent 28. nóvember 2024 11:32
Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 28. nóvember 2024 09:05
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent