Kim Jon-un heitir því að halda áfram „gjafasendingum“ til Bandaríkjamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2017 07:46 Frá tilraunaskoti Norður-Kóreumanna í gær. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja flaugina geta borið kjarnaodd. Vísir/afp Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00
Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17
Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28