Kínverjar reita Donald Trump til reiði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sést hér fagna eldflaugatilraun vikunnar með faðmlagi. Hann er uppspretta óánægju Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að Kínverjar láti af viðskiptum við Kim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira