Enski boltinn

Lukaku á leið til Man Utd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku skoraði 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Romelu Lukaku skoraði 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafi komist að samkomulagi við Everton um kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku.

Talið er að kaupverðið sé 75 milljónir punda sem gerir Lukaku að næstdýrasta leikmanni í sögu United.

Þetta þýðir að spænski framherjinn Álvaro Morata er ekki á leið til United eins og búist hafði verið við.

Hjá United hittir Lukaku fyrir José Mourinho, manninn sem seldi hann frá Chelsea til Everton fyrir þremur árum.

Lukaku var sterklega orðaður við Chelsea í sumar en svo virðist sem United hafi haft betur í baráttunni um þennan öfluga framherja.

Lukaku skoraði 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Aðeins Tottenham-maðurinn Harry Kane skoraði fleiri mörk en Lukaku. Belginn hefur alls skorað 53 mörk í 110 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×