Erlent

Réttað aftur yfir Bill Cosby í nóvember

Kjartan Kjartansson skrifar
Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004.
Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004. Vísir/Getty

Dómari í Pennsylvaníu tilkynnti í dag að réttað yrði aftur yfir gamanleikaranum Bill Cosby sem ákærður er fyrir kynferðisofbeldi í nóvember. Upphaflegu réttarhöldin yfir Cosby voru ómerkt í síðasta mánuði.Kviðdómi í málinu tókst ekki að komast að niðurstöðu þrátt fyrir að hafa rætt um sekt eða sakleysi Cosby í 52 klukkustundir, að því er kemur fram í frétt Washington Post.Cosby er ákærður fyrir að hafa byrlað konu ólyfjan og misnotað hana kynferðislega árið 2004.Réttarhöldin í nóvember fara fram á sama stað og áður, í úthverfi Fíladelfíu.


Tengdar fréttir

Réttarhöldin yfir Cosby ómerkt

Dómarinn í máli gamanleikarans Bill Cosby hefur ómerkt réttarhöldin eftir að kviðdómur náði ekki að komast að niðurstöðu. Cosby er laus gegn tryggingu en saksóknari hefur gefið það út að málið verði tekið upp að nýju.

Réttað yfir Bill Cosby í dag

Fyrsti dagur réttarhalda í máli grínistans Bill Cosby er í dag en hann er sakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi.

Kviðdómendur Cosby sitja enn á rökstólum

Mikið álag hefur verið á kviðdómendum í kynferðisbrotamálinu gegn Bill Cosby. Þeir hafa ráðið ráðum sínum í yfir tuttugu tíma og hafa meðal annars fengið að hlusta aftur á lykilframburð í málinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.