Erlent

Kviðdómendur Cosby sitja enn á rökstólum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bill Cosby og verjendur hans yfirgefa dómshúsið í Pennsylvaníu.
Bill Cosby og verjendur hans yfirgefa dómshúsið í Pennsylvaníu.
Engin niðurstaða liggur enn fyrir í réttarhöldunum yfir gamanleikaranum Bill Cosby. Kviðdómendur hafa ráðið ráðum sínum í yfir tuttugu klukkustundir yfir þrjá daga og hafa meðal annars farið í gegnum lykilvitnisburð í málinu í heild sinni.

Cosby er ákærður fyrir að hafa byrlað konu ólyfjan og misnotað hana kynferðislega árið 2004. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað skemmtikraftinn fyrrverandi um kynferðisofbeldi.

Washington Post segir að kviðdómendurnir hafi sent dómaranum í málinu nokkrar beiðnir, þar á meðal um skýringu á lögfræðilegu hugtaki og að fá að fara yfir efnismikil sönnunargögn og vitnisburði í málinu.

Kviðdómandi sofnaði yfir framburðinum

Í gærkvöldi fengu þeir þannig að hlusta aftur á framburð fórnarlambs Cosby um kvöldið sem hún heldur því fram að hann hafi gabbað hana til að taka töflur og misnotað hana.

Blaðið segir að kviðdómendurnir séu uppgefnir eftir álagið undanfarna daga. Einn eldri maður hafi þannig sofnað á meðan þeir hlustuðu aftur á framburð konunnar. Sjálfur sást Cosby geispa á meðan upptakan var spiluð.


Tengdar fréttir

Réttað yfir Bill Cosby í dag

Fyrsti dagur réttarhalda í máli grínistans Bill Cosby er í dag en hann er sakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×