Réttarhöld yfir Cosby: Notaði frægðina til þess að fá sínu framgengt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2017 08:06 Leikarinn, sem er 79 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bill Cosby Show. vísir/afp Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Bill Cosby Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.
Bill Cosby Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira