Trump og Pútín mætast í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu eiga sinn fyrsta fund í Hamborg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59
G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40