Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 12:30 Mótmælendur í Hamborg í morgun. vísir/getty Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg. Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg.
Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34