Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 12:30 Mótmælendur í Hamborg í morgun. vísir/getty Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg. Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg.
Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34