Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 12:30 Mótmælendur í Hamborg í morgun. vísir/getty Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg. Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg.
Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“