Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 18:48 Trump og Pútín lýstu báðir ánægju sinni með að hittast í persónu í Hamborg í dag. Vísir/AFP Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent