Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 18:48 Trump og Pútín lýstu báðir ánægju sinni með að hittast í persónu í Hamborg í dag. Vísir/AFP Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49