Erlent

Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin og Donald Trump.
Vladimir Putin og Donald Trump. Vísir/AFP
Bandaríkin og Rússland hafa samið um vopnahlé í suðvesturhluta Sýrlands. Á undanförnum vikum hefur komið til átaka á svæðinu á milli stuðningsmanna Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem Rússar styðja og uppreisnarmanna sem Bandaríkin styðja. Bandaríkin hafa jafnvel gert loftárásir á Assad-liða sem voru sagðir hafa farið of nálægt bandarískri herstöð.

AP fréttaveitan hefur heimildir fyrir samkomulaginu og segir að það muni taka gildi á sunnudaginn. Jórdanía og Ísrael koma einnig að samkomulaginu en bæði ríkin eru bandamenn Bandaríkjanna. Þá deila þau landamærum með Sýrlandi og hafa óttast að átökin þar gætu spillst yfir landamærin.

Samið var um vopnahléið á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, í Þýskalandi í dag. Upprunalega stóð til að þeir myndu ræða saman í um hálftíma, en fundur þeirra stóð yfir í tvo tíma og tuttugu mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×