Íslamska ríkið stendur á tímamótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Hin skakka al-Hadba mínaretta al-Nuri moskunnar trónir yfir rústum Mósúl, áður en hún var sprengd. Nordicphotos/AFP Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Eyðilegging al-Nuri moskunnar í írösku borginni Mósúl er opinber viðurkenning Íslamska ríkisins á því að það hafi tapað orrustunni um borgina. Sú er skoðun Haiders al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sem hann lýsti í gær. Eins og greint hefur verið frá segja Írakar að ISIS hafi sprengt upp moskuna á miðvikudag. ISIS bendir hins vegar á Bandaríkjamenn sem neita sjálfir sök. Moskan, sem var ríflega 800 ára gömul, er merkileg í sögu ISIS þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, lýsti formlega yfir stofnun svokallaðs kalífadæmis þar í júlí 2014. Á undanförnum þremur árum hefur hið svokallaða kalífadæmi bæði unnið sigra og tapað. Margir leiðtoga þess hafa fallið í árásum og þá hafa samtökin þurft að færa höfuðstöðvar sínar frá Baqubah í Írak til Rakka í Sýrlandi og þaðan til Mayadin, einnig í Sýrlandi. Allt bendir nú til þess að ISIS sé við það að tapa tveimur stærstu borgunum sem hafa verið á valdi þeirra; Rakka og Mósúl. Í gær greindi Reuters frá því að hersveitir sýrlenskra uppreisnarmanna væru við það að umkringja samtökin í Rakka. Um er að ræða arabíska og kúrdíska vígamenn sem njóta stuðnings bandaríska flughersins. Búist er við því að þeim takist að hrekja ISIS frá borginni en þar hafa samtökin ríkt frá árinu 2014. Orrustan um Mósúl hefur staðið yfir frá því í október síðastliðnum. Hafa Kúrdar og Arabar unnið með hernaðarbandalagi Bandaríkjamanna og tilkynnti ríkisstjórn Íraks að tekist hefði að vinna austurhluta borgarinnar af ISIS í janúar. Verr hefur gengið í vesturhlutanum en á sunnudag tilkynnti íraski herinn um lokakafla orrustunnar. Herinn telur að um 300 skæruliðar séu eftir í borginni, samanborið við 6.000 í október. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir ISIS rannsakar rússneska varnarmálaráðuneytið hvort tekist hafi að fella al-Baghdadi sjálfan í loftárás á Rakka. Óljóst er hvort sú sé raunin en margoft áður hefur dauða al-Baghdadis verið lýst yfir. Fall ISIS er þó ekki gulltryggt með væntanlegum ósigrum samtakanna í Rakka og Mósúl, að því er The Independent greinir frá í umfjöllun sinni. Segir þar að fólki í kalífadæminu muni vissulega snarfækka og áhrif þess minnka en að kalífadæmið sjálft sé ekki nauðsynlegt ISIS. Án kalífadæmisins getur ISIS enn þrifist utan stórborga Mið-Austurlanda, rétt eins og samtökin gerðu árið 2013. Gætu samtökin enn skipulagt hryðjuverkaárásir sem og haft áhrif á fólk á Vesturlöndum og hvatt til hryðjuverka líkt og þeirra sem áttu sér stað í París, Brussel og Manchester. Vísir/AFP
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna