Óli Stefán: Þakka Hjörvari fyrir þessi ummæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:00 Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45
Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00