Enski boltinn

Segir fimm milljarða króna verðmiðann á Gylfa algjört rugl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi var besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili.
Gylfi var besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili. vísir/getty
Fjörtíu milljóna punda verðmiðinn sem Swansea City hefur sett á Gylfa Þór Sigurðsson er til marks um það hversu brjálaður félagaskiptamarkaðurinn er orðinn.

Þetta segir Nick Elliott í pistli fyrir vefsíðuna Dream Team, sem er hluti af The Sun.

Elliott er afar hrifinn af Gylfa og segir að tímabil eftir tímabil sýni íslenski landsliðsmaðurinn hversu góður hann er og hann eigi skilið að spila fyrir stærra félag en Swansea.

Elliott segir samt að 40 milljónir punda sé gríðarlega há upphæð en svona sé markaðurinn orðinn í dag.

Hann nefnir að félagaskipti Paul Pogba síðasta sumar, þegar Manchester United gerði hann að dýrasta leikmanni allra tíma, hafi breytt því hvernig félög verðleggi sína leikmenn.

„Ef Pogba var rétt tæplega 90 milljóna virði af hverju ætti Swansea ekki að biðja um 40 milljónir punda fyrir sína aðalstjörnu? Af hverju ekki 60 milljónir punda,“ skrifar Elliott.

Þrátt fyrir þennan háa verðmiða segir Elliott að Leicester City, sem hefur verið orðað sterklega við Gylfa, að það geti vel farið svo að Leicester borgi þessa upphæð fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Pistil Nicks Elliott má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×