Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 08:52 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Downing Street, höfuðstöðvar bresku ríkisstjórnarinnar, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun eins konar minnihlutastjórnar. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust fréttir af því að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. Þetta var síðar staðfest með tilkynningum frá báðum fylkingum.BREAK: DUP has NOT yet reached any agreement with the Tories. Sky sources: Downing Street issued the wrong statement in error.— David Blevins (@skydavidblevins) June 10, 2017 Saman yrðu Íhaldsmenn og DUP með 328 þingmenn á breska þinginu en talið er að May myndi ríkisstjórn með ráðherrum úr röðum Íhaldsflokksins og geri einhvers konar óformlegt samkomulag við DUP um að þeir styðji minnihlutastjórn í atkvæðagreiðslum á þingi. „Viðræður milli DUP og talsmenn Íhaldsflokkinn voru í takt við skuldbindingu Arlene Foster [leiðtoga DUP] til að kanna hvernig hægt verði að koma á stöðugleika innan þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Viðræðurnar hafa hingað til verið með jákvæðu sniði,“ sagði í tilkynningu frá Lýðræðislega sambandsflokknum sem gefin var út skömmu eftir miðnætti í gær. Þá hefur Downing Street verið gagnrýnt fyrir fljótfærnina en leiðtogi Frjálslyndra demókrata, Tim Farron, kallaði eftir því að Theresa May gerði efnistök samningaviðræðanna opinber. Enn er óvíst hvenær og hvort samningar náist milli flokkanna tveggja en viðræður munu halda áfram á næstu dögum. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Downing Street, höfuðstöðvar bresku ríkisstjórnarinnar, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun eins konar minnihlutastjórnar. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust fréttir af því að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. Þetta var síðar staðfest með tilkynningum frá báðum fylkingum.BREAK: DUP has NOT yet reached any agreement with the Tories. Sky sources: Downing Street issued the wrong statement in error.— David Blevins (@skydavidblevins) June 10, 2017 Saman yrðu Íhaldsmenn og DUP með 328 þingmenn á breska þinginu en talið er að May myndi ríkisstjórn með ráðherrum úr röðum Íhaldsflokksins og geri einhvers konar óformlegt samkomulag við DUP um að þeir styðji minnihlutastjórn í atkvæðagreiðslum á þingi. „Viðræður milli DUP og talsmenn Íhaldsflokkinn voru í takt við skuldbindingu Arlene Foster [leiðtoga DUP] til að kanna hvernig hægt verði að koma á stöðugleika innan þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Viðræðurnar hafa hingað til verið með jákvæðu sniði,“ sagði í tilkynningu frá Lýðræðislega sambandsflokknum sem gefin var út skömmu eftir miðnætti í gær. Þá hefur Downing Street verið gagnrýnt fyrir fljótfærnina en leiðtogi Frjálslyndra demókrata, Tim Farron, kallaði eftir því að Theresa May gerði efnistök samningaviðræðanna opinber. Enn er óvíst hvenær og hvort samningar náist milli flokkanna tveggja en viðræður munu halda áfram á næstu dögum.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32
Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54