Erlent

May vill mynda minnihlutastjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar til fundar við Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu, þrátt fyrir að hafa misst meirihluta Íhaldsflokksins í kosningunum í gær.

Hugmyndin er að May leiði minnihlutastjórn sem njóta muni stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi sem náði tíu mönnum á þing í gær.

Nú á aðeins eftir að kynna úrslitin í einu kjördæmi og er ljóst að Íhaldsmenn vantar átta þingsæti til að ná 326 sætum, sem duga til hreins meirihluta.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannflokksins, sem náði mun betri úrslitum en flestir spáðu, hvetur May hinsvegar til að segja af sér og vill að hans flokkur fái tækifæri til að leiða minnihlutastjórn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×