Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 08:01 Robert Mueller, sérstakur saksóknari í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússland. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51