Erlent

Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni.
Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni.
Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður sérstakur saksóknari yfir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Rod Rosenstein, staðgengill dómsmálaráðherra, skipaði Mueller í stöðuna. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér í framhaldinu segir að það sé hagur almennings að fá sjálfstæðan, utanaðkomandi aðila í rannsóknina, í ljósi sérstakra aðstæðna.

Muller starfaði hjá FBI frá árinu 2001 til 2013, meðal annars sem saksóknari.

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni á dögunum eftir að Washington Post greindi frá því að hann hefði að minnsta kosti tvisvar hitt sendiherra Rússlands á síðasta ári, á sama tíma og kosningabarátta Trump stóð yfir og þegar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar eru sagðar hafa staðið sem hæst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.