Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 21:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00