Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoðann í háhýsinu. Vísir/EPA Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira