Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 10:07 Sjónarvottur fylgist með aðgerðum við Grenfell Tower í morgun. Vísir/Getty Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30