Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017 Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira