Erlent

Sveitir Kúrda ná svæðum á sitt vald í útjaðri Raqqa

Atli Ísleifsson skrifar
SDF greindi frá því í gær að sóknin að Raqqa væri nú hafin fyrir alvöru.
SDF greindi frá því í gær að sóknin að Raqqa væri nú hafin fyrir alvöru. Vísir/AFP
Hersveitir bandalags Kúrda (SDF) hafa náð svæðum á sitt vald í útjaðri sýrlensku borgarinnar Raqqa, helsta vígis hryðjuverkasamtakanna ISIS. Sveitirnar hafa náð stjórn á borgarvirkinu Harqal og svæðinu þar í kring í vesturhluta borgarinnar.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights (SOHR) segja SDF, sem nýtur stuðnings Bandaríkjahers, hafa gert loftárásir á borgina í nótt. Þá hafa harðir bardagar staðið í kringum herstöð norður af borginni.

Talsmaður Bandaríkjahers segir að fjöldi loftárása hafi verið gerðar á Raqqa síðustu daga. Þannig eiga meðal annars nítján bátar, átta bílar og vopnageymsla ISIS að hafa eyðilagst í árásunum.

SDF greindi frá því í gær að sóknin að Raqqa væri nú hafin fyrir alvöru.

Áætlað er að milli þrjú og fjögur þúsund ISIS-liðar hafist við í Raqqa þar sem búa um 200 þúsund manns. Reiknað er með hörðum og mannskæðum átökum næstu vikurnar.

Vísir/Graphic News

Tengdar fréttir

Orrustan um Raqqa er hafin

Talsmaður hersveita Kúrda segir að sótt sé að Raqqa út austri, vestri og norðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×