Nítján látnir eftir sprengingu á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2017 22:15 Ariana Grande. Vísir/afp Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira