Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri 24. maí 2017 07:00 Fólk kom saman í borginni til að minnast hinna látnu og biðja fyrir hinum særðu. vísir/epa Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53