Erlent

Fjórir göngumenn fundust látnir á Everest

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Everest-fjall.
Everest-fjall. vísir/getty
Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust í tjaldi í fjórðu búðum Everest-fjalls, hæsta tinds heims, í gær. Búðirnar eru í um 8000 metra hæð en það voru sjerpar sem gengu fram á líkin þegar þeir voru að sækja lík annars göngumanns, Slóvakans Vladimir Strba, sem lést um helgina.

Alls hafa þá tíu látið lífið á Everest á göngutímabilinu sem nú stendur yfir en nöfn þeirra eða þjóðerni sem fundust látnir í gær hafa ekki verið gefin upp. Ekki er ljóst hvers vegna fólkið lést en mögulega var það vegna súrefnaskorts í tjaldinu.

Ferðamálaráðuneyti Nepal hefur aldrei gefið út fleiri gönguleyfi á Everest heldur en nú í ár, alls 371 leyfi. Það má vafalaust rekja til þess að margir þurftu að hætta við að ganga á fjallið árin 2014 og 2015 vegna mikilla náttúruhamfara. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×