Einn lét lífið á Everest í dag og annar er týndur Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 14:58 Everest fjall. Vísir/AFP Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið. Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið.
Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04