Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 19:22 Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09
Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47
Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55
Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04