Erlent

„Næsta Le Pen“ tekur sér hlé frá stjórnmálum

Atli Ísleifsson skrifar
Marion Maréchal-Le Pen tók sæti á franska þinginu 22 ára gömul.
Marion Maréchal-Le Pen tók sæti á franska þinginu 22 ára gömul. Vísir/AFP
Marion Maréchal-Le Pen, ein af vonarstjörnum frönsku Þjóðfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka sér hlé frá stjórnmálum, í það minnsta kosti tímabundið. Hin 27 ára Marion Maréchal-Le Pen greindi frá þessu í samtali við sjónvarpsstöðina Libertés í gær.

Maréchal-Le Pen er barnabarn Jean-Marie Le Pen, stofnanda Þjóðfylkingarinnar, og systurdóttir Marine Le Pen sem hlaut um 35 prósent atkvæða í nýafstöðnum forsetakosningum í Frakklandi.

Maréchal-Le Pen segir ástæðuna vera að hún vilji verja meiri tíma með þriggja ára dóttur sinni. „Mikilvægasta verkefni mitt sem stendur er að mæta þörfum þessarar litlu stúlku, sem ég hef þurft að vera allt of mikið fjarverandi frá á síðustu árum,“ segir Maréchal-Le Pen sem skildi við föður stúlkunnar á síðasta ári.

Maréchal-Le Pen hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á franska þinginu þar sem sem hún situr sem fulltrúi þriðja kjördæmis Vaucluse.

Hún var kjörin á þing árið 2012, þá 22 ára gömul og varð þar með yngsti þingmaðurinn í nútímasögu Frakklands.


Tengdar fréttir

Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron

Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×