Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 10:57 Allan Kuhn hefur mikla reynslu, bæði sem aðal- og aðstoðarþjálfari. vísir/getty Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem næsti þjálfari Breiðabliks er Daninn Allan Kuhn. „Hann, eins og allir aðrir þjálfarar, koma til greina,“ sagði Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við Vísi í morgun, aðspurður hvort Kuhn væri inni í myndinni hjá Kópavogsliðinu. Leiðir Kuhns og Breiðabliks hafa áður legið saman en haustið 2014 átti hann í viðræðum við félagið eins og fjallað var um á Vísi. Samningaviðræðurnar við Kuhn gengu hins vegar ekki upp og skömmu síðar var Arnar ráðinn þjálfari Breiðabliks. Kuhn, sem er 49 ára, gerði Malmö að sænskum meisturum á síðasta tímabili. Í því liði voru m.a. íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson. Kuhn var aðstoðarþjálfari danska liðsins AaB á árunum 2004-09 og svo aftur frá 2011 til 2016. Hann tók tímabundið við AaB 2008 og stýrði því m.a. í leik í Meistaradeild Evrópu gegn Manchester United á Old Trafford. Kuhn stýrði einnig Midtjylland á árunum 2009-11. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Að sögn Eysteins eru Blikar bjartsýnir á að nýr þjálfari verði tekinn við liðinu fyrir þann leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna Fjölnir bar sigurorð af Breiðabliki, 1-0, í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 8. maí 2017 22:45 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem næsti þjálfari Breiðabliks er Daninn Allan Kuhn. „Hann, eins og allir aðrir þjálfarar, koma til greina,“ sagði Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við Vísi í morgun, aðspurður hvort Kuhn væri inni í myndinni hjá Kópavogsliðinu. Leiðir Kuhns og Breiðabliks hafa áður legið saman en haustið 2014 átti hann í viðræðum við félagið eins og fjallað var um á Vísi. Samningaviðræðurnar við Kuhn gengu hins vegar ekki upp og skömmu síðar var Arnar ráðinn þjálfari Breiðabliks. Kuhn, sem er 49 ára, gerði Malmö að sænskum meisturum á síðasta tímabili. Í því liði voru m.a. íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson. Kuhn var aðstoðarþjálfari danska liðsins AaB á árunum 2004-09 og svo aftur frá 2011 til 2016. Hann tók tímabundið við AaB 2008 og stýrði því m.a. í leik í Meistaradeild Evrópu gegn Manchester United á Old Trafford. Kuhn stýrði einnig Midtjylland á árunum 2009-11. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Að sögn Eysteins eru Blikar bjartsýnir á að nýr þjálfari verði tekinn við liðinu fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna Fjölnir bar sigurorð af Breiðabliki, 1-0, í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 8. maí 2017 22:45 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna Fjölnir bar sigurorð af Breiðabliki, 1-0, í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 8. maí 2017 22:45
Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43
Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30