Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 10:57 Allan Kuhn hefur mikla reynslu, bæði sem aðal- og aðstoðarþjálfari. vísir/getty Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem næsti þjálfari Breiðabliks er Daninn Allan Kuhn. „Hann, eins og allir aðrir þjálfarar, koma til greina,“ sagði Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við Vísi í morgun, aðspurður hvort Kuhn væri inni í myndinni hjá Kópavogsliðinu. Leiðir Kuhns og Breiðabliks hafa áður legið saman en haustið 2014 átti hann í viðræðum við félagið eins og fjallað var um á Vísi. Samningaviðræðurnar við Kuhn gengu hins vegar ekki upp og skömmu síðar var Arnar ráðinn þjálfari Breiðabliks. Kuhn, sem er 49 ára, gerði Malmö að sænskum meisturum á síðasta tímabili. Í því liði voru m.a. íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson. Kuhn var aðstoðarþjálfari danska liðsins AaB á árunum 2004-09 og svo aftur frá 2011 til 2016. Hann tók tímabundið við AaB 2008 og stýrði því m.a. í leik í Meistaradeild Evrópu gegn Manchester United á Old Trafford. Kuhn stýrði einnig Midtjylland á árunum 2009-11. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Að sögn Eysteins eru Blikar bjartsýnir á að nýr þjálfari verði tekinn við liðinu fyrir þann leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna Fjölnir bar sigurorð af Breiðabliki, 1-0, í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 8. maí 2017 22:45 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem næsti þjálfari Breiðabliks er Daninn Allan Kuhn. „Hann, eins og allir aðrir þjálfarar, koma til greina,“ sagði Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við Vísi í morgun, aðspurður hvort Kuhn væri inni í myndinni hjá Kópavogsliðinu. Leiðir Kuhns og Breiðabliks hafa áður legið saman en haustið 2014 átti hann í viðræðum við félagið eins og fjallað var um á Vísi. Samningaviðræðurnar við Kuhn gengu hins vegar ekki upp og skömmu síðar var Arnar ráðinn þjálfari Breiðabliks. Kuhn, sem er 49 ára, gerði Malmö að sænskum meisturum á síðasta tímabili. Í því liði voru m.a. íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson. Kuhn var aðstoðarþjálfari danska liðsins AaB á árunum 2004-09 og svo aftur frá 2011 til 2016. Hann tók tímabundið við AaB 2008 og stýrði því m.a. í leik í Meistaradeild Evrópu gegn Manchester United á Old Trafford. Kuhn stýrði einnig Midtjylland á árunum 2009-11. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Að sögn Eysteins eru Blikar bjartsýnir á að nýr þjálfari verði tekinn við liðinu fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna Fjölnir bar sigurorð af Breiðabliki, 1-0, í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 8. maí 2017 22:45 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 1-0 | Fyrsti sigur Fjölnismanna Fjölnir bar sigurorð af Breiðabliki, 1-0, í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 8. maí 2017 22:45
Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43
Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30