Erlent

Macron kynnti frambjóðendur sína til þings

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron tekur formlega við embætti Frakklandsforseta þann 15. maí.
Emmanuel Macron tekur formlega við embætti Frakklandsforseta þann 15. maí. Vísir/afp
Flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta kynnti hluta frambjóðenda sinna til þingkosninganna í Frakklandi í gær en um 428 einstaklinga er að ræða af þeim 577 sem flokkurinn þarf að stilla fram.

Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni.

Rúmlega 19 þúsund umsóknir bárust og voru tekin um tvö þúsund viðtöl áður en hinir tilnefndu voru valdir.

Yngsti frambjóðandinn er 24 ára og sá elsti er 72 ára. Meðalaldurinn á framboðslistanum eru 46 ár en meðalaldurinn á franska þinginu í dag eru rúm 60 ár.

Fólkið sem var valið kemur af öllum stigum þjóðfélagsins, nokkrir eru atvinnulausir, sumir á eftirlaunum og stúdentar eru einnig þar á meðal.

Þingkosningar fara fram í Frakklandi í næsta mánuði.


Tengdar fréttir

Macron kynnir frambjóðendur sína í dag

Um hádegisbil hyggst Emmanuel Macron kynna frambjóðendur flokks síns, Republique en Marche, til þings. Þingkosningar fara fram í Frakklandi eftur um mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×