KR er lélegasta lið fyrstu umferðar undanfarin fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 14:30 Gærkvöldið var erfitt fyrir KR-inga. Vísir/Stefán Uppskera KR-inga í fyrstu umferð Íslandsmótsins undanfarin fjögur sumur er svo léleg að öll önnur lið deildarinnar hafa gert betur en Vesturbæjarliðið í opnunarumferð Íslandsmótsins frá 2014. Alls hafa átta félög verið með á síðustu fjórum tímabilum í Pepsi-deildinni og hin sjö liðin hafa öll fengið fleiri stig en KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR-ingar hafa byrjað á heimavelli undanfarin fjögur tímabil en það hefur ekki hjálpað liðinu mikið í stigasöfnuninni. KR hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu umferð undanfarin fjögur ár af þeim tólf sem hafa verið í boði. Þetta gerir aðeins átta prósent stiga í boði og markatala KR-liðsins í þessum fjórum leikjum er -4 (3-7). Þrjú félög, FH, Stjarnan og Fjölnir, hafa fengið níu stigum meira en KR-liðið þessi fjögur ár. Stjarnan og Fjölnir töpuðu reyndar stigum í fyrstu umferðinni í ár en FH-liðið vann sinn fyrsta leik þriðja árið í röð. KR komst í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og var yfir í rúmar 50 mínútur. Víkingar skoruðu hins vegar tvö mörk eftir klukkutíma leik og tryggðu sér sigurinn. Fyrir tveimur árum var KR einnig 1-0 yfir í hálfleik í fyrstu umferðinni en varð að sætta sig við 3-1 tap gegn FH eftir að Hafnarfjarðarliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. KR vann síðast fyrsta leik sinn á Íslandsmóti sumarið 2013 þegar liðið vann Stjörnuna 2-1 á KR-vellinum en það sumar vann KR einmitt síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins.Stig félaga í 1. umferð frá 2014 til 2017(Lið sem hafa verið með öll fjögur tímabilin) FH 10 stig Stjarnan 10 stig Fjölnir 10 stig Víkingur R. 7 stig Valur 6 stig ÍBv 5 stig Breiðablik 2 stig KR 1 stigLeikir KR í 1. umferð frá 2014 til 2017 2014: 1-2 tap fyrir Val 2015: 1-3 tap fyrir FH 2016: 0-0 jafntefli við Víking R. 2017: 1-2 tap fyrir Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Uppskera KR-inga í fyrstu umferð Íslandsmótsins undanfarin fjögur sumur er svo léleg að öll önnur lið deildarinnar hafa gert betur en Vesturbæjarliðið í opnunarumferð Íslandsmótsins frá 2014. Alls hafa átta félög verið með á síðustu fjórum tímabilum í Pepsi-deildinni og hin sjö liðin hafa öll fengið fleiri stig en KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR-ingar hafa byrjað á heimavelli undanfarin fjögur tímabil en það hefur ekki hjálpað liðinu mikið í stigasöfnuninni. KR hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu umferð undanfarin fjögur ár af þeim tólf sem hafa verið í boði. Þetta gerir aðeins átta prósent stiga í boði og markatala KR-liðsins í þessum fjórum leikjum er -4 (3-7). Þrjú félög, FH, Stjarnan og Fjölnir, hafa fengið níu stigum meira en KR-liðið þessi fjögur ár. Stjarnan og Fjölnir töpuðu reyndar stigum í fyrstu umferðinni í ár en FH-liðið vann sinn fyrsta leik þriðja árið í röð. KR komst í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og var yfir í rúmar 50 mínútur. Víkingar skoruðu hins vegar tvö mörk eftir klukkutíma leik og tryggðu sér sigurinn. Fyrir tveimur árum var KR einnig 1-0 yfir í hálfleik í fyrstu umferðinni en varð að sætta sig við 3-1 tap gegn FH eftir að Hafnarfjarðarliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. KR vann síðast fyrsta leik sinn á Íslandsmóti sumarið 2013 þegar liðið vann Stjörnuna 2-1 á KR-vellinum en það sumar vann KR einmitt síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins.Stig félaga í 1. umferð frá 2014 til 2017(Lið sem hafa verið með öll fjögur tímabilin) FH 10 stig Stjarnan 10 stig Fjölnir 10 stig Víkingur R. 7 stig Valur 6 stig ÍBv 5 stig Breiðablik 2 stig KR 1 stigLeikir KR í 1. umferð frá 2014 til 2017 2014: 1-2 tap fyrir Val 2015: 1-3 tap fyrir FH 2016: 0-0 jafntefli við Víking R. 2017: 1-2 tap fyrir Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45