Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 16:00 Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012. Vísir/Auðunn Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira