Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2017 21:00 Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00