Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 13:49 Eiríkur sem og annað starfsfólk við FÁ fordæmir áform Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, og þá ekki síst hvernig staðið er að málum. „Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
„Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00