Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla funduðu í hádeginu í gær um fyrirhugaða sameiningu. Fjölmiðlum var ekki hleypt inn á fundinn. Kennarar ætla að hittast aftur í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu. vísir/ernir „Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira