Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 HB Grandi áformar að hætta landvinnslu á Akranesi. Sú ákvörðun myndi kosta tugi manns vinnuna. vísir/eyþór „Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira