Hættan á kjarnorkusprengingu ekki meiri síðan í Kalda stríðinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2017 18:30 Frá kjarnorkutilraunum Bandaríkjamanna í Kyrrahafi árið 1958. Vísir/Getty Hættan á kjarnorkusprengingu, hvort sem það er af ásettu ráði eða fyrir mistök, hefur ekki verið meiri síðan í Kalda stríðinu, sem lauk fyrir um 26 árum, og er það ekki síst vegna þessa að fjarað hefur undan sambandi ríkja sem búa yfir kjarnavopnum. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afvopnunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Institute for Disarmament Research eða UNIDIR) birti á dögunum. Það er mat stofnunarinnar að heimsbyggðin hafi „alla burði til hamfara“ eins og það er orðað í skýrslunni. „Hættan á að kjarnavopna springi árið 2017 hefur ekki verið meiri í 26 ár eða allt frá falli Sovétríkjanna,“ segja rannsakendahópurinn sem samanstendur af virtum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði afvopnunar. Ógnarjafnvægið hefur verið, og er í raun enn, eitt af hryggjastykkjunum í varnarmálaáætlunum margra stærstu herríkja heims. Níu ríki; Kína, Bretland, Bandaríkin, Indland, Pakistan, Frakkland, Norður-Kórea, Ísrael og Rússland búa yfir alls 15 þúsund kjarnavopnum og ekkert lát virðist á fjárútlátum til áframhaldandi þróunar vopnanna. Stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands er ein helsta ástæðan fyrir niðurstöðum skýrslunnar að sögn rannsakendanna. „Endurkoma Kalda stríðslegs viðhorfs ríkjanna hefur grafið undan alþjóðasamstarfi og trausti alþjóðasamfélagsins,“ segja rannsakendurnar sem telja lausnina þó ekki felast í því að Bandaríkin minnki kjarnorkuvopnabúr sitt. „Ef Bandaríkin veikja stöðu sína gæti það orðið til þess að ýta undir framsækni annarra ríkja í þróun kjarnavopna. Ógnarjafnvægið virkar - allt þangað til að það hættir að virka, sú hætta er alltaf til staðar og þegar heppnin er úti verða afleiðingarnar hörmulegar,“ segir í skýrslunni sem nálgast má hér. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hættan á kjarnorkusprengingu, hvort sem það er af ásettu ráði eða fyrir mistök, hefur ekki verið meiri síðan í Kalda stríðinu, sem lauk fyrir um 26 árum, og er það ekki síst vegna þessa að fjarað hefur undan sambandi ríkja sem búa yfir kjarnavopnum. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afvopnunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Institute for Disarmament Research eða UNIDIR) birti á dögunum. Það er mat stofnunarinnar að heimsbyggðin hafi „alla burði til hamfara“ eins og það er orðað í skýrslunni. „Hættan á að kjarnavopna springi árið 2017 hefur ekki verið meiri í 26 ár eða allt frá falli Sovétríkjanna,“ segja rannsakendahópurinn sem samanstendur af virtum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði afvopnunar. Ógnarjafnvægið hefur verið, og er í raun enn, eitt af hryggjastykkjunum í varnarmálaáætlunum margra stærstu herríkja heims. Níu ríki; Kína, Bretland, Bandaríkin, Indland, Pakistan, Frakkland, Norður-Kórea, Ísrael og Rússland búa yfir alls 15 þúsund kjarnavopnum og ekkert lát virðist á fjárútlátum til áframhaldandi þróunar vopnanna. Stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands er ein helsta ástæðan fyrir niðurstöðum skýrslunnar að sögn rannsakendanna. „Endurkoma Kalda stríðslegs viðhorfs ríkjanna hefur grafið undan alþjóðasamstarfi og trausti alþjóðasamfélagsins,“ segja rannsakendurnar sem telja lausnina þó ekki felast í því að Bandaríkin minnki kjarnorkuvopnabúr sitt. „Ef Bandaríkin veikja stöðu sína gæti það orðið til þess að ýta undir framsækni annarra ríkja í þróun kjarnavopna. Ógnarjafnvægið virkar - allt þangað til að það hættir að virka, sú hætta er alltaf til staðar og þegar heppnin er úti verða afleiðingarnar hörmulegar,“ segir í skýrslunni sem nálgast má hér.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira