Reynslumiklir nýliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 06:00 Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er nýliði í efstu deild eins og liðið sem hann þjálfar, KA. vísir/stefán Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira