Erlent

Assad sagður ráða yfir hundruð tonna af efnavopnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Assad er umdeildur mjög.
Assad er umdeildur mjög. Vísir/Getty
Zaher al-Sakat, fyrrverandi hershöfðingi í sýrlenska stjórnarhernum, segir að Bashir al-Assad, sýrlandsforseti og her hans, búi yfir hundruð tonna af efnavopnum. The Telegraph í Bretlandi greinir frá.

Al-Sakat, sem flúði landi árið 2013, var yfirmaður efnavopnaherdeildar hersins, segir að Assad hafi blekkt eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem áttu að hafa yfirumsjón með því að efnavopnin væru tekin úr umferð.

Í viðtali við AFP í gær sagði Assad að fréttir af efnavopnaáras sýrlenska stjórnaherinn á Idlib hérað þar sem 87 létust, væru uppskáldaðar. Sýrlandsher hafi afhent eða eytt öllum efnavopnum hersins árið 2014.

Al-Sakat segir hins vegar að þetta sé rangt og að Assad og stjórn hans hafi haldið miklu magni af sarín og öðruðum eitruðum efnum frá eftirlitsmönnunum.

Segir hann að stjórnin hafi viðurkennt að hafa átt 1.300 tonn af efnavopnum en í raun og veru hafi talan verið nær tvö þúsund tonnum. 


Tengdar fréttir

Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi

Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni.

Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar

Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×