Erlent

Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bashir al-Assad, Sýrlandsforseti.
Bashir al-Assad, Sýrlandsforseti. Vísir/afp
Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“.

Þetta kemur fram í einkaviðtali fréttastofu AFP við Assad. Þar segir hann að Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013.

87 létust í árásinni, þar á meðal fjölmörg börn. Tyrkir segja að krufning á þremur líkum hafi staðfest að efnavopnum hafi verið beitt á landssvæði undir yfirráðum uppreisnarmanna.

Vesturveldin hafa sakað stjórnarher Assad um að hafa staðið að baki árásinni en Assad neitar því staðfastlega.

„Það var engin fyrirskipun um að láta gera neina árás,“ sagði Assad við AFP. „Við létum af hendi efnavopnabúr okkar fyrir nokkrum árum. Jafnvel þótt við byggum yfir þeim, myndum við ekki nota þau.“

Vladimir Pútin Rússlandsforseti stendur þétt við bakið á bandamanni sínum Assad. Pútín hefur sagt að líklegt hafi verið að uppreisnarmenn hafi gert árásina með það að markmiði að koma sökinni á stjórnarherinn.

Þá beittu Rússar neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinu þjóðanna í gær gagnvart álykun þar sem efnavopnaárásin var fordæmd.


Tengdar fréttir

Trump: Stuðningur Rússa við Assad mjög slæmur fyrir mannkynið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni ekki auka þáttöku sína í hernaðarátökum í Sýrlandi þrátt fyrir efnavopnaárásir Bashir al-Assad, forseta Sýrlands. Trump gagnrýnir þó stuðning Rússa við Assad harðlega.

Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni

Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ.

Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×