Erlent

Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríkin hafa sent flotadeilt til Kóreuskaga.
Bandaríkin hafa sent flotadeilt til Kóreuskaga. Vísir/afp
Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út „á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. BBC greinir frá.

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir að komi til þess að stríð hefjist munin enginn standa uppi sem sigurvegari.

Margt bendir til þess að Norður-Kóreu muni á næstu dögum framkvæma sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sína. Þessu eru Bandaríkin ekki hrifinn af og hafa sent flotadeid innan bandaríska sjóhersins upp að Kóreuskaga.

Greint var frá því í gær að Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraunina.

Kínverjar, sem gjarnan eru taldir eini stuðningsmenn Norður-Kóreu á alþjóðavettvangi, óttast afleiðingarnar af slíkum átökum.

„Maður hefur það á tilfinningunni að átök geti brotist út á hverri stundu,“ sagði Yi. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera á varðbergi.“

Í gær hótaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna,  því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir.

Þessu svöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu fullum hálsi og segja ríkið meira en reiðubúið til þess að hefja stríð.


Tengdar fréttir

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?

Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.

Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×