Zuckerberg tjáir sig um Facebook-morðið í Cleveland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 12:03 Mark Zuckerberg á Facebook-ráðstefnunni í gær. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15
Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37