Zuckerberg tjáir sig um Facebook-morðið í Cleveland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 12:03 Mark Zuckerberg á Facebook-ráðstefnunni í gær. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15
Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37