Sænska rútufyrirtækið segir öllum reglum hafa verið fylgt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 22:59 Ökumaðurinn telur rútuna hafa farið út af vegna vegaskemmda. vísir/afp Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum. Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum.
Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46
Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56