Ögra Trump og Jinping Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 10:41 Kim Jong Un, Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/AFP/Getty Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35
Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40
Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29
Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00
Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54
N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56