Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2017 07:00 Malasískur lögreglumaður lokar innganginum að sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. Sendiráðsstarfsmenn mega ekki yfirgefa svæðið. vísir/EPA Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð viðbrögð og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag.Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í síðasta mánuði skýrði Kínastjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt. Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutningstekjum landsins hafa komið af kolasölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðisstjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborgurum að yfirgefa Malasíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð viðbrögð og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag.Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í síðasta mánuði skýrði Kínastjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt. Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutningstekjum landsins hafa komið af kolasölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðisstjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborgurum að yfirgefa Malasíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“